Viðtalstímar bæjarfulltrúa

Á fundi bæjarstjórnar þann 1. júní sl. voru viðtalstímar bæjarfulltrúa síðastliðinn vetur til umfjöllunar og reynslan af þeim metin. Íbúarnir hafa þarna átt kost á því að koma sínum málum á framfæri beint við bæjarfulltrúana, en verið misduglegir að nýta sér þennan vettvang.

Í framhaldi af því samþykkti bæjarstjórn að nú verði gert hlé á þessum viðtalstímum, en stefnt að því að taka þá aftur upp með haustinu.