Fara í efni

Verndarsvæði í byggð

Markmið laga um verndarsvæði í byggð er að stuðla að vernd og varðveislu byggðar sem hefur sögulegt gildi (1. gr, lög nr. 87/2015). Lögin gilda um byggð innan þéttbýlis og byggðarkjarna utan þéttbýlis sem ástæða er til að varðveita vegna svipmóts, menningarsögu eða listræns gildis (2. gr). Byggðarkjarni er skilgreindur sem samstæða mannvirkja utan þéttbýlis sem mynda byggðarheild (3. gr.).

Sveitarstjórn skal að loknum sveitarstjórnarkosningum meta hvort innan staðarmarka sveitarfélagsins sé byggð sem hafi slíkt gildi hvað varðveislu svipmóts og menningarsögu varðar, ásamt listrænu gildi, að ástæða sé til að útbúa tillögu til ráðherra um að hún verði gerð að verndarsvæði í byggð. Sveitarstjórnir skulu á fjögurra ára fresti, að loknum sveitarstjórnarkosningum, endurmeta þau verndarsvæði sem í sveitarfélaginu eru, þ.e. hvort auka eigi við þau eða breyta mörkum þeirra að öðru leyti (4. gr).

Verndarsvæði í byggð í Múlaþingi

Síðast uppfært 07. júní 2021
Getum við bætt efni þessarar síðu?