Fjárhagsáætlun

Bæjarstjórn samþykkir árlega fjárhagsáætlun fyrir komandi ár og samhliða henni einnig þriggja ára áætlun sem tekur til næstu þriggja ára. Í fjárhagsáætlun koma fram áætlaðar tekjur og heimildir til útgjalda til einstakra mála og málaflokka í rekstri sveitarfélagsins. Um gerð fjárhagsáætlunar fer samkvæmt ákvæðum 63.-65. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Undirbúningur að gerð fjárhagsáætlunar næsta árs hefst að vori í fastanefndum sveitarfélagins. Í kjölfar tillagna frá nefndum samþykkir bæjarráð fjárhagsramma fyrir nefndirnar til þess að laga sig að og gera tillögur að áætlun sinna málaflokka. Að þessu ferli loknu leggur bæjarráð heildstæða fjárhagsáætlun fyrir bæjarstjórn til staðfestingar fyrir 1. nóvember. Áætlunin er tekin fyrir á tveimur fundum bæjarstjórnar,  og samþykkt að lokinni síðari umræðu með þeim breytingum sem á henni kunna að hafa verið gerðar. Fjárhagsáætlun skal þannig afgreidd fyrir 15. desember.

pdf merkiFjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs 2019 - 2022

pdf merki Fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs 2018 og 2019 - 2021

pdf merki Fjárhagsáætlun 2017 og 2018 - 2020

pdf merki Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2016

pdf merkiFjárhagsáætlun 2016 og þriggja ára áætlun 2017 - 2019

pdf merkiFjárhagsáætlun 2015 og þriggja ára áætlun 2016 - 2018

pdf merkiFjárhagsáætlun 2014 og þriggja ára áætlun 2015 - 2017

pdf merkiFjárhagsáætlun 2013 og þriggja ára áætlun 2014 - 2016

pdf merkiFjárhagsáætlun 2012 og þriggja ára áætlun 2013 - 2015

pdf merkiFjárhagsáætlun 2011

pdf merkiFjárhagsáætlun 2010

pdf merkiFjárhagsáætlun 2009

pdf merkiFjárhagsáætlun 2008

pdf merkiFjárhagsáætlun 2007