Fara í efni

Vinnuskóli Múlaþings

// polish //

Meginhlutverk Vinnuskóla Múlaþings er að veita nemendum úr efstu bekkjum grunnskóla sveitarfélagsins uppbyggileg sumarstörf ásamt fræðslu í öruggu starfsumhverfi. Vinnuskólinn er bæði vinna og skóli, félagslega skapandi vinnustaður, með kennslu í almennri vinnuskólavinnu með skýrar reglur varðandi vinnuumhverfi. Vinnuskólinn er forvarnarstofnun en rannsóknir og reynsla sýna að mest hætta er á að unglingar leiðist út í óreglu á sumrin og eru helstu orsakir rýmri tími, minna aðhald og meiri fjárráð. Með reglulegri vinnu, markvissri fræðslu og sterkum fyrirmyndum er reynt að sporna gegn óreglu.

Öllum nemendum 7., 8., 9. og 10. bekkja býðst að koma til starfa við fjölbreytt verkefni sem flest snúa að garðyrkju og umhirðu í sveitarfélaginu. Flokkstjóri er verkstjóri á vinnustað og næsti yfirmaður hans er verkstjóri Vinnuskóla á viðkomandi stað.


Markmið vinnuskólans

  • Kenna nemendum verklag, ábyrgð, virðingu, stundvísi og aga.
  • Fegra og snyrta umhverfi okkar og halda því óaðfinnanlegu
  • Byggja upp vinnuvirðingu hjá nemendum og starfsfólki.
  • Skapa trausta og sterka liðsheild í öllu starfi Vinnuskólans.
  • Bjóða upp á starf með áherslu á þátttöku nemenda í þroskandi og skapandi starfi.
  • Viðhalda jákvæðri ímynd vinnuskólans og gera hana enn jákvæðari.
  • Veita fræðslu á ýmsum sviðum auk forvarna.

Starfstími

Starfstími skólans sumarið 2023 er frá 12. júní og fram til 17. ágúst eða í um 10 vikur samtals.

  • 13 ára (árg. 2010) getur valið um vinnu í 6 vikur –4 virka daga í viku, 3 klst. á dag.
  • 14 ára (árg. 2009) getur valið um vinnu í 7 vikur – 4 virka daga í viku, 3 klst. á dag.
  • 15 ára (árg. 2008) getur valið um vinnu í 10 vikur – 4 virka daga í viku, 6 klst. á dag.
  • 16 ára (árg. 2007) getur valið um vinnu í 10 vikur – 4 virka daga í viku, 6 klst. á dag.

Laun og launagreiðslur

Vinnutími og laun nemenda verða sem hér segir:

  • Nemendur fæddir 2010: 798 kr./klst. 
  • Nemendur fæddir 2009: 1.197 kr./klst.
  • Nemendur fæddir 2008: 1.463 kr./klst. 
  • Nemendur fæddir 2007: 1.729 kr./klst. 

Laun eru greidd út í lok mánaðar og eru lögð inn á bankareikning sem skal vera skráður á kennitölu nemanda.


Reglur vinnuskóla Múlaþings

  • Öllum nemendum og flokkstjórum ber að sýna samstarfsfólki sínum og öllum íbúum og gestum sveitarfélagsins fyllstu kurteisi og tillitssemi.
  • Niðurlægjandi orðbragð, hegðun og ofbeldi af hverju tagi er algjörlega ólíðandi.
  • Flokkstjóri er verkstjóri yfir þeim verkefnum sem hans flokki eru falin og skulu nemendur fylgja fyrirmælum hans.
  • Öllum nemendum og flokkstjórumber að mæta stundvíslega.
  • Nemendurog flokkstjórar beri virðingu fyrir starfinu, gangi vel um og farivel með verkfæri og eigur. Nemendur bera viðeigandi kostnað ef þeir fremja skemmdarverk á eigum Vinnuskólans og annarra.
  • Flokkstjórar ákveða hvaða nemendur vinna saman.
  • Nemendur og flokkstjórar mæta til vinnu klæddir eftir veðri.
  • Nemendurog flokkstjórar klæðast vestum á meðan á vinnu stendur ásamt viðeigandi persónuhlífum.
  • Ekki er leyfilegt að yfirgefa vinnusvæði á kaffitíma, nemendur mæti með nesti í vinnuna.Sjoppu- og búðaferðir eru ekki leyfðar á vinnutíma, þ.m.t. kaffitíma.
  • Ekki er leyfilegt að vera með orku- og gosdrykki á vinnutíma.
  • Nemendur bera ábyrgð á öllum eigum sínum í vinnutíma.
  • Farsímanotkun er óheimil nema með samþykki flokkstjóra.
  • Öll notkun tóbaks, rafretta, nikótínpúða og annarra vímuefna er bönnuð á vinnutíma (þ.m.t. í kaffitímum).

Verði misbrestur á að nemandi fylgi reglum Vinnuskólans er viðkomandiáminntur eða honum vísað úr skólanum, tímabundið eða varanlega,eftir eðli brots. Forsjáraðili er ávallt látinn vita ef nemanda er vísað úr Vinnuskólanum.Eingöngu verkstjóri og yfirmenn hans geta vísað nemanda varanlega úr Vinnuskólanum.

Nemendur eru stimpluð inn við upphaf vinnu, séu þau mætt til vinnu, og stimpluð út í hádegishléi og við lok vinnudags.
Nemendur fá greitt samkvæmt stimpilklukku og fá því ekki greitt þann tíma sem þau ekki eru í vinnu, t.d. vegna seinkoma.


Veikindi og frí

Mögulegt er að fá leyfi frá störfum en nemendum gefst ekki kostur á að vinna upp tapaðan starfstíma síðar. 

Veikindi þarf forsjáraðili að tilkynna til verkstjóra, veikindadagar eru ekki greiddir.


Skráning í vinnuskólann

Forsjáraðilar skrá nemendur í Vinnuskóla Múlaþings en opnað er fyrir umsóknir á vorin. 

  • Umsókn um starf í Vinnuskóla - börn 13 ára á árinu
  • Umsókn um starf í Vinnuskóla - börn 14 ára á árinu
  • Umsókn um starf í Vinnuskóla - börn 15 ára á árinu
  • Umsókn um starf í Vinnuskóla - börn 16 ára á árinu
Síðast uppfært 24. júlí 2023
Getum við bætt efni þessarar síðu?