Fréttir

Ungmennaþing

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs hélt sitt árlega ungmennaþing 4. apríl 2019 í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Var yfirskrift þingsins í ár „Ég vil móta mína eigin framtíð“ og sóttu það ríflega 100 ungmenni.
Lesa

Bein útsending frá íbúafundi í Valaskjálf á fimmtudag

Hlekkur á útsendingu er í fréttinni. Um leið og Fljótsdalshérað hvetur íbúa til að fjölmenna á íbúafundinn, um sameiningarmál, í Valaskjálf á morgun 4. Apríl kl. 18, viljum við benda þeim, sem ekki komast, á að hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu á Youtube rás Fljótsddalshéraðs.
Lesa

Ég vil móta mína eigin framtíð

Ungmennaþing 2019 - Ég vil móta mína eigin framtíð, verður haldið 4. apríl n.k. í Menntaskólanum á Egilsstöðum, en skipuleggjendur þingsins eru eins og áður meðlimir ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs.
Lesa

Filman er ekki dauð

Þið eruð boðin velkomin á opnun sýningarinnar Filman er ekki dauð eftir Kox sunnudaginn 7. apríl klukkan 14:00. Sýningin fer fram í Sláturhúsinu, Egilsstöðum, í samstarfi við Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs. Léttar veitingar í boði og öll velkomin.
Lesa

Óveruleg breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum 7. nóvember 2018, að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar, óverulega breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna breyttrar landnotkunar í Fossgerði.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 3. apríl

292. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 3. apríl 2019 og hefst hann klukkan 8:30. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Minnt á fundi um sameiningarmál

Íbúum Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar er boðið til íbúafunda til að móta tillögur að nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Markmið fundanna er að heyra sjónarmið íbúa áður en tillögur verða fullmótaðar.
Lesa

2 violas – 2 lágfiðlur í Sláturhúsinu

Katherine Wren og Charles Ross leika styttri verk og leika af fingrum fram í Sláturhúsinu menningarsetri, þriðjudaginn 2. apríl klukkan 20.
Lesa

Heimildamyndaveisla í Sláturhúsinu

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs sýnir 3 myndir sem tilnefndar voru í flokki heimildamynda á Eddunni í ár. Dagskráin hefst í kvöld 28. mars þegar sýnd verður myndin Svona Fólk (1970-1985). Sú mynd fjallar um réttindabaráttu samkynhneigðra.
Lesa

Gleðivika í Menntaskólanum á Egilsstöðum

Haldin var gleðivika í Menntaskólanum á Egilsstöðum, sem er heilsueflandi framhaldsskóli, dagana 18.-22. mars 2019 og var mikið um gleði og hamingju.
Lesa