Fara í efni

Múlaþing óskar eftir tilboðum í svæði til reksturs hleðslustöðva

26.04.2024 Fréttir Egilsstaðir

Sveitarfélagið Múlaþing auglýsir laust til úthlutunar svæði til reksturs hleðslustöðva við Kaupvang 9-11 á Egilsstöðum.

Sveitarfélagið er eigandi stæðanna en bjóðandi fær bílastæðin afhent til afnota og öðlast rétt til að setja upp allt 4 hleðslustæði og innheimta þóknun fyrir veitta þjónustu. Gerður verður afnotasamningur til 10 ára með ákvæði um framlengingu. Múlaþing afhendir rekstraraðila bílastæðin til afnota í samræmi við samþykkta tímaáætlun. Bjóðandi sér um tengingu við rafveitu og ber kostnað af tengigjöldum. Bjóðandi útvegar, setur upp, tengir og gengur að fullu frá hleðslustöðvum, ásamt því að reka hleðslustöðvarnar og þjónusta alla notendur rafbíla á samningstíma.

Múlaþing annast alla þjónustu sem tengist snjómokstri, sópun og söndun með sama hætti og á öðrum bílaplönum í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið gerir samning við bjóðanda þar sem fram koma frekari skilmálar.

Tilboðum ásamt eftirfarandi upplýsingum, skal skila á netfangið utbod@mulathing.is fyrir klukkan 14:00 þann 15. maí 2024. Jafnframt er hægt að óska eftir frekari upplýsingum á sama netfangi.

  • Upplýsingar um bjóðanda (kennitala, nafn, netfang, símanúmer)
  • Upplýsingar um tengilið (kennitala, nafn, netfang, símanúmer)
  • Tíma- og framkvæmdaáætlun vegna uppsetninga á stöðvum
  • Tæknilegar upplýsingar um hleðslustöðvar og fjölda þeirra
  • Tilboð í leigu á stæðum

Múlaþing áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Vakin er athygli á því að starfsmenn koma til með að kalla eftir frekari gögnum eftir opnun tilboða ef þörf er á. Umhverfis- og framkvæmdaráð kemur til með að taka afstöðu til þeirra tilboða sem berast.

Múlaþing óskar eftir tilboðum í svæði til reksturs hleðslustöðva
Getum við bætt efni þessarar síðu?