Fréttir

Gleðivika í Menntaskólanum á Egilsstöðum

Haldin var gleðivika í Menntaskólanum á Egilsstöðum, sem er heilsueflandi framhaldsskóli, dagana 18.-22. mars 2019 og var mikið um gleði og hamingju.
Lesa

Borgarafundur 25. mars

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs boðar hér með til borgarafundar í fyrirlestrasal Egilsstaðaskóla mánudaginn 25. mars nk. og hefst hann klukkan 19:30. Íbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér rekstur sveitarfélagsins og fyrirhugaðar framkvæmdir, innan marka þess.
Lesa

Opið hús um virkjun Geitdalsár

Arctic Hydro vinnur að undirbúningi virkjunar í Geitdalsá á Fljótsdalshéraði. Um er að ræða allt að 9,9 MW virkjun sem myndi tengjast dreifikerfi Landsnets við Hryggstekk um jarðstreng. Af því tilefni verður opið hús í Félagsheimilinu á Arnhólsstöðum í Skriðdal 26.mars frá 14 til 18.
Lesa

Styrkir íþrótta- og tómstundanefndar auglýstir

Íþrótta- og tómstundanefnd Fljótsdalshéraðs auglýsir til umsóknar styrki til íþrótta- og tómstundastarfs með umsóknarfrest til og með 15. apríl 2019.
Lesa

Dagskrá 291. bæjastjórnarfundar

291. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 20. mars 2019 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu.
Lesa

Framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 3

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum þann 6. mars sl. að veita framkvæmdaleyfi til Landsnets vegna Kröflulínu 3 innan sveitarfélagamarka Fljótsdalshéraðs. Leyfið er gefið út á grundvelli umhverfismats Kröflulínu 3 og Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028, sbr. breytingu vegna Kröflulínu 3 sem tók gildi þann 25. febrúar 2019.
Lesa

Skólastjóri við Fellaskóla, Fellabæ

Staða skólastjóra við Fellaskóla, Fellabæ er laus til umsóknar frá og með næsta skólaári.
Lesa

Auglýsing um styrki vegna félagslegrar hæfingar og endurhæfingar

Félagsþjónustur Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar vekja athygli á rétti fatlaðs fólks til að sækja um styrki til námskostnaðar og til verkfæra- og tækjakaupa. Skv. lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir er heimilt að veita fötluðu fólki styrki eða fyrirgreiðslu vegna félagslegrar hæfingar og endurhæfingar
Lesa

Íbúafundir um sameiningartillögur

Íbúum Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar er boðið til íbúafunda til að móta tillögur að nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Markmið fundanna er að heyra sjónarmið íbúa áður en tillögur verða fullmótaðar.
Lesa

Langar þig að vinna við listsköpun í sumar?

Sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað leita að ungu fólki sem fætt er á árunum 1996 til 2002 til að taka þátt í skapandi starfi í allt að níu vikur á tímabilinu 3. júní til 16. ágúst 2019.
Lesa