Fréttir

Aðlaðandi sveitarfélög í dreifbýli á Norðurlöndum

Komin er út skýrslan á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, þar er fjallað um aðlaðandi sveitarfélög í dreifðum byggðum á norðurlöndum. Á Íslandi er fjallað um tvö sveitarfélög og er Fljótsdalshérað annað þeirra.
Lesa

Tilkynning frá Aðgerðastjórn 27.mars

Fimm smit hafa nú greinst á Austurlandi en eitt bættist við frá því í gær. Þá hefur orðið nokkur fjölgun einstaklinga í sóttkví síðustu daga, en þeir eru nú 209 talsins. Fjölgun í sóttkví skýrist fyrst og fremst af smitum sem hafa greinst og fjölgun þeirra.
Lesa

Ófærðin og sorphirðan

Gámafélagið vill koma á framfæri að vegna aðstæðna sé á áætlun að fara á Jökuldal og taka rusl á morgun laugardaginn 28.mars.
Lesa

Heimasíðan á ensku, pólsku og íslensku

Heimasíðan á ensku, pólsku og íslensku - The website in english, polish and icelandic - Strona internetowa w języku polskim, angielskim i islandzkim
Lesa

Gönguleiðin í Trjásafninu fær

Á tímum kórónaveirunnar er fólk hvatt til útivistar ef aðstæður eru fyrir hendi. Því hefur Skógræktin á Hallormsstað rutt snjó í Trjásafninu til að fólk geti fengið sér göngutúr. Hægt er að ganga frá Trjásafnsplani niður í safnið, út svokölluð Lambaból, upp á þjóðveg og inn að Trjásafnsplani aftur.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn Almannavarna

Fjögur COVID-19 smit hafa nú greinst á Austurlandi. Enginn þeirra fjögurra sem greinst hafa eru mikið veikir. Smitrakningu er lokið vegna þessara smita. Tveir voru í sóttkví þegar smit var greint og samræmist því að 50-60% nýgreindra á landsvísu þessa dagana er úr hópi fólks í sóttkví. Hundrað og sextíu manns eru í sóttkví á Austurlandi.
Lesa

Tilkynning til barna og foreldra - Announcement to children and their parents - Komunikat dla dzieci i rodziców

Því miður þarf nú að loka íþróttavöllum á meðan á samkomubanni vegna Covid-19 stendur og er það gert í samráði við aðgerðastjórn á Austurlandi. Skilti verða sett upp við vellina.- Unfortunately, sports fields must now be closed for the duration of the ban on gatherings due to Covid-19. The fields are being closed in consultation with the East Iceland Crisis Coordination Centre, and signs will be put up by each field.
Lesa

Fjölmenni á fjarfundi um nýja sveitarfélagið

Tæplega sextíu starfsmenn sveitarfélaganna fjögurra komu saman til fjarfundar þann 24. mars til að fara yfir stöðu verkefnisins Sveitarfélagið Austurland. Notkun fjarfundabúnaðar í samskiptum er í samræmi við stefnu nýs sveitarfélags um að vera leiðandi í rafrænni þjónustu og stjórnsýslu.
Lesa

Fyrir starfsfólk í sóttkví

Starfsmenn í sóttkví samkvæmt ákvörðun heilbrigðisyfirvalda geta nú sjálfir skráð upplýsingar um það inn á vefinn heilsuvera.is og fengið vottorð þar að lútandi. Vottorðin eru án endurgjalds. Vakin er athygli á því að skráning í heilsuveru krefst þess að notandi sé með rafræn skilríki.
Lesa

Tilkynning um lokun stofnana á vegum Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs

Vegna staðfests smits COVID-19 á Austurlandi verður eftirfarandi stofnunum á vegum Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs lokað frá og með 25. mars 2020. Lokun mun vara þar til fyrirmæli frá sóttvarnarlækni gefa tilefni til enduropnunar.
Lesa