Fara í efni

Mengun í neysluvatni við Strandarveg á Seyðisfirði

26.04.2024 Tilkynningar Seyðisfjörður

Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) hefur staðfest mengun í neysluvatni við Strandarveg á Seyðisfirði. Íbúar og starfsfólk fyrirtækja er beðið um að sjóða neysluvatn. HAUST hefur einnig staðfest að mengunin er staðbundin við Strandarveg og engin hætta á mengun á öðrum stöðum á Seyðisfirði. HAUST mun taka fleiri sýni í dag og koma niðurstöður úr þeim eftir helgi.

Eigendum húsa við Strandarveg er áfram bent á að láta vatn renna eins og kostur er til þess að skola lagnir. Ef vart verður við lykt eða óbragð af vatni skal tilkynna það eins fljótt og auðið er til HEF veitna í síma 4 700 780.

Mengun í neysluvatni við Strandarveg á Seyðisfirði
Getum við bætt efni þessarar síðu?