Sundlaugin: Metnotkun í júlí í fyrra

Hreinn Halldórsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar, hefur tekið saman stutta skýrslu þar sem m.a. kemur fram hvað var notað af vatni og klór í Sundlaug Egilsstaða í fyrra en vatnsnotkunin mun jafnast á við notkun 90-100 einbýlishúsa.

Þá var einnig sett upp súlurit um aðsókn í sund og þrek á árunum 2007 til 2013. Það kemur væntalega engum á óvart að mesta notkunin var í júlí 2013 þegar yfir 20.000 nýttu sér aðstöðuna.

Áhugasamir geta skoðað samantektina hér.