Sumarlokun bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs

Vegna sumarleyfa starfsfólks verða bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs lokaðar frá og með mánudeginum 27. júlí og til og með föstudagsins 7. ágúst. Svarað verður í síma á hefðbundnum opnunartíma bæjarskrifstofunnar þessar tvær vikur og reynt að leysa úr brýnustu erindum. Starfssemi verður þó í algeru lágmarki, þar sem flestir starfsmenn verða fjarverandi í sumarleyfi.

Næsti reglulegi fundur bæjarráðs verður mánudaginn 10. ágúst og fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verður miðvikudaginn 19. ágúst.