Pétur og úlfurinn sýndur áfram

Leikfélag Fljótsdalshéraðs sýnir leikverkið Pétur og úlfurinn í Selskógi 2. ágúst, kl. 18.00. Næstu sýningar verða svo dagana 3., 4., 9., 10. og 11 ágúst. Allar sýningarnar hefjast kl. 18.00, nema sú síðasta. Leikarar eru allir á aldrinum 13-16 ára, en leikstjóri er Pétur Ármannsson. Verkið er byggt á tónverkinu Pétur og úlfurin eftir Segei Prokofieff og er sýnt, eins og fyrr segir, í útileiksviðinu í Selskógi við Egilsstaði. Miðapantanir eru á netfangið peturogulfurinn@gmail.com og í síma 867 3272. Miðaverð er kr. 1.000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn yngri en 12 ára. Athuga þarf að enginn posi er á staðnum.