Nytjahús Rauðakrossins flytur

Nýopnað Nytjahús í Lyngásnum í janúar 2015.
Nýopnað Nytjahús í Lyngásnum í janúar 2015.

Nytjahús Rauðakrossins á Egilsstöðum flutti í janúar í fyrra úr skúrnum við hliðina á Gámastöðinni í stærra húsnæði og taldi sig hafa himinn höndum tekið við að komast í svo stórt. En það sýndi sig fljótt að það var hreint ekki nógu stórt.

Laugardaginn 23. janúar verður Nytjahúsið opið í síðasta sinn í Lyngásnum frá klukkan 12 til 14. Þá hefjast flutningar upp í Dynskóga 4 þar sem verslunin Skógar voru áður til húsa.

Vegna flutninganna verður Nytjahúsið lokað frá klukkan 14 á morgun og þar til opnað verður í nýju húsnæði laugardaginn 30. janúar.