Miðbær Egilsstaða-endurskoðun á deiliskipulagi

Kort af miðbæ Egilsstaða og umhverfi frá Loftmynd ehf.
Kort af miðbæ Egilsstaða og umhverfi frá Loftmynd ehf.

Umhverfis- og skipulagsfulltrúi vill koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri: 

Í nokkurn tíma hefur staðið til að endurskoða deiliskipulag miðbæjar Egilsstaða og hófst sú vinna síðastliðið sumar. Skipulagsráðgjafi er Arkís ehf. og skipaður hefur verið stýrihópur um verkefnið. Í honum eru þrír aðilar úr umhverfis- og framkvæmdanefnd, einn frá Þjónustusamfélaginu á Héraði og tveir frá svokölluðum Make hópi, sem vann hugmyndir um breytingar á skipulaginu fyrir sveitarfélagið síðastliðinn vetur.

Fulltrúum húsfélaga/húseiganda á miðbæjarsvæðinu er gefinn kostur á að koma með ábendingar og fyrirspurnir til undirritaðs um atriði er varða endurskoðun skipulagsins. Frestur til að skila inn ábendingum og eða fyrirspurnum fyrir 8. febrúar 2016.

Vakin er athygli á að þetta er ekki formlegur athugasemdafrestur heldur er fyrirhugað að nýta þessar upplýsingar við vinnslu deiliskiplagsins.

Frekari upplýsingar gefur Ómar Þröstur Björgólfsson, umhverfis- og skipulagsfulltrúi í síma 4700-700 netfang omar@egilsstadir.is

Fljótsdalshéraði 5. janúar 2016
F.h. stýrihóps
Ómar Þ. Björgólfsson