Margir prófuðu rafmagnsbílinn

Um síðustu helgi gafst gestum og gangandi kostur á að prufukeyra bæði rafmagnsbíl og rafmagnsreiðhjól í boð Landflutninga-Samskipa, Perlukafarans og Umhverfissviðs Fljótsdalshéraðs. Rúmlega hundrað manns komu og prófuðu farartækin.Ef marka má áhuga og viðbrögð þeirra sem komu, er mjög líklegt að rafmagnsfarartækjum komi til með að fjölga á götum sveitarfélagsins í kjölfarið.
Rafmagnsbílar eru góður kostur nú þegar bensínverð er eins hátt og það hefur verið undanfarin misseri. Þá eru óæskileg umhverfisáhrif rafmagnsbíla miklu minni en þeirra farartækja sem brenna bensíni og olíu.  Nánari upplýsingar um bæði rafmagnsbílinn og rafmagnsreiðhjólið er að finna á heimasíðu Perlukafarans http://www.perlukafarinn.is