Íbúum Fljótsdalshéraðs fjölgar

Egilsstaðir að haustlagi. 
Mynd: Skarphéðinn Þórisson
Egilsstaðir að haustlagi.
Mynd: Skarphéðinn Þórisson

Íbúum Fljótsdalshéraðs fjölgaði um 50 milli áranna 2016 og 2017, eða um 1.45% og voru alls 3.493 1. janúar 2017. Í þéttbýlinu á Egilsstöðum og Fellabæ voru íbúarnir 2.797 1. janúar.

Árið 2002 voru íbúar Fljótsdalshéraðs 2.792, og hefur hefur þeim því fjölgað síðan þá um 698, eða 25%.

Íbúum Austurlands fjölgaði um 29 milli áranna 2016 og 2017, eða um 0.28%.