Hjúkrunarheimilið: Fjórir skiluðu inn tilboðum

Á fundi byggingarnefndar um hjúkrunarheimili á Egilsstöðum þann 9. apríl 2013 voru kynnt tilboð í húsbyggingu (HJE-02) og lóðarfrágang (HJE-03). 19 aðilar höfðu tekið útboðsgögn, fjórir skiluðu inn tilboðum.

Tilboðin, ásamt frávikstilboðum, hafa verið send hönnuðum til yfirferðar og er lögð áhersla á að þeirri vinnu verði hraðað eins og frekast er unnt svo að taka megi ákvörðun um framhald málsins.          

 
Tilboðin eru eftirfarandi:

Verk: HJE-02

Tilboðsgjafi Kr %
VHE ehf. 1.297.024.508,- 116,92
Jáverk ehf. 1.422.125.683,- 128,20
Kostnaðaráætlun 1.109.294.180,- 100,00

 

 

 

 

 

Verk: HJE-03

Tilboðsgjafi Kr %
Grásteinn ehf. 76.607.571,- 79,63
Gæðaverk hf. 89.479.080,- 93,00
Kostnaðaráætlun 96.204.680,- 100,00

 

 

 

Athygli er vakin á því að ofangreindar fjárhæðir hljóta staðfestingu eftir yfirferð hönnuða.