Helgihald í Egilsstaðaprestakalli um bænadaga og páska

Ássókn í Fellum:  
Föstudagurinn langi, 25. mars: Passíusálmarnir lesnir í Kirkjuselinu í Fellabæ. Lesturinn hefst kl. 14:00, stendur í um fjórar klst. og hægt er að koma og fara að vild.
Páskadagur, 27. mars: Hátíðarguðsþjónusta í Áskirkju kl. 10 árdegis. Kór Áskirkju syngur. Organisti Drífa Sigurðardóttir. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir.

Bakkagerðiskirkja:  
Annar í páskum, 28. mars: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Bakkasystur, kór kirkjunnar, syngur. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sr. Þorgeir Arason.

Egilsstaðakirkja: 
Skírdagur, 24. mars: Fermingarmessa kl. 11. Kór Egilsstaðakirkju syngur. Organisti Torvald Gjerde. Sr. Þorgeir Arason. – Kyrrðarstund kl. 20 á skírdagskvöld. Altarisganga og Getsemanestund. Organisti Torvald Gjerde. Sr. Þorgeir Arason. 
Föstudagurinn langi, 25. mars: Æðruleysismessa kl. 20. Erla Björk Jónsdóttir guðfræðingur predikar. Ása Jónsdóttir leikur á fiðlu. Organisti Torvald Gjerde. Sr. Þorgeir Arason. Opinn AA-fundur í kirkjunni eftir messu. 
Páskadagur, 27. mars: Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis. Kór Egilsstaðakirkju syngur. Elke Schabel leikur á trompet. Organisti Torvald Gjerde. Sr. Þorgeir Arason. Morgunkaffi í Safnaðarheimili eftir messu.

Guðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Dyngju, Egilsstöðum, kl. 17 á páskadag. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkju syngur. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir.

Eiðakirkja: 
Skírdagur, 24. mars: Messa kl. 14 – Ferming. Kór Eiðakirkju syngur. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir.
Föstudagurinn langi, 25. mars: Lestur Passíusálmanna hefst kl. 14 í umsjón sóknarnefndar.

Hjaltastaðarkirkja: 
Skírdagur, 24. mars: Kvöldmessa kl. 20. Organisti Suncana Slamning. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir.

Kirkjubæjarkirkja: 
Páskadagur, 27. mars: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. – Sameiginleg fyrir Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssóknir. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkju syngur. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir.

Seyðisfjarðarkirkja: 
Skírdagur, 24. mars: Messa kl. 11 – Ferming. Kór Seyðisfjarðarkirkju syngur. Organisti Sigurbjörg Kristínardóttir. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir.
Föstudagurinn langi, 25. mars: Dagskrá í tali og tónum kl. 11. Organisti Sigurður Jónsson. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir.
Páskadagur, 27. mars: Hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni kl. 9 árdegis. Kór Seyðisfjarðarkirkju syngur. Organisti Sigurbjörg Kristínardóttir. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Morgunkaffi í Safnaðarheimili eftir messu.
Guðsþjónusta á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar kl. 11. Kór Seyðisfjarðarkirkju syngur. Organisti Sigurbjörg Kristínardóttir. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir.

Vallaneskirkja: 
Skírdagur, 24. mars: Messa kl. 11 – Ferming. Kór Vallanes- og Þingmúlasókna syngur. Organisti Tryggvi Hermannsson. Sr. Davíð Þór Jónsson.

Valþjófsstaðarkirkja: 
Föstudagurinn langi, 25. mars: Helgiganga frá Valþjófsstað í Skriðuklaustur kl. 11 í samstarfi við Gunnarsstofnun. Lesið úr Passíusálmunum á leiðinni. Hægt að kaupa hádegisverð á Klausturkaffi eftir gönguna. Umsjón sr. Ólöf Margrét Snorradóttir.

Þingmúlakirkja: 
Páskadagur, 27. mars: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. (Sameiginleg guðsþjónusta fyrir Vallanes- og Þingmúlasóknir.) Kór Vallanes- og Þingmúlasókna syngur. Organisti Torvald Gjerde. Sr. Þorgeir Arason. Kirkjukaffi. – Sunnudagsganga Ferðafélags Fljótsdalshéraðs á páskadag er að eyðibýlinu Hátúnum í Skriðdal og þaðan til kirkjunnar. Mæting við Landstólpa (gamla tjaldstæðið) á Egilsstöðum kl. 10. Sameinast í bíla. Allir velkomnir, verð kr. 500.-