Heitavatnslaust í nokkrum hverfum á sunnudag

Sunnudaginn 13. nóvember verður farið í að tengja nýjar lagnir við stofn hitaveitu í Tjarnarbraut. Því verður lokað fyrir heitt vatn í eftirtöldum hverfum:

Við Tjarnarbraut hús 9 - 21, Kelduskógar og Litluskógar, Selbrekka, Iðnaðarsvæði og hlíðarhverfi (hæðin).

Nánari upplýsingar og tilkynningar eru á heimasíðunni www.hef.is en stefnt er að því að verk verði hafið uppúr kl 08:00 og standi frameftir degi.

Íbúar á þessu svæði eru beðnir að huga að sínum kerfum og ganga úr skugga um að allir kranar á neysluvatni séu lokaðir og slökkva á gólfhitadælum. Best er ef við er komið að loka fyrir inntakskrana hitaveitunar.