Gjaldfrjálsar almenningssamgöngur

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur ákveðið að frá og með áramótum verði almenningssamgöngur á Fljótsdalshéraði gjaldfrjálsar. Einhverjar breytingar verða á akstrinum og verða þær kynntar þegar þær liggja fyrir.

Á næstu dögum verður haft samband við þá sem keypt hafa kort sem gilda fram yfir áramót og fá þeir endurgreitt sem svarar til þess hluta kortanna sem nýtist þeim ekki.

Spurningum og athugasemdum má koma á framfæri á netfangið freyr@egilsstadir.is eða með því að hringja í síma 4 700 700.