Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs fær viðurkenningu

Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs fékk nývrið viðurkenninguna Mannauður ársins. Myndin er frá afhendin…
Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs fékk nývrið viðurkenninguna Mannauður ársins. Myndin er frá afhendingunni.

Guðrún Frímannsdóttir, félagsmálastjóri Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs, ásamt starfsfólki tók nú í september við viðurkenningunni Mannauður ársins frá Ólafi Þór Ævarssyni, geðlækni og öðrum sérfræðingum Forvarna að viðstaddri Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra. Forvarnir er fyrirtæki sem sérhæfir sig í sálfélagslegri vinnuvernd og forvörnum gegn streitu og kulnun í starfi.

Viðurkenningin var veitt á málþingi Forvarna og streituskólans á Hótel Reykjavik Natura þar sem Guðrún Frímannsdóttir, hélt erindi og sagði frá þýðingu sálfélagslega áhættumatsins fyrir rekstur félagsþjónustunnar.

Viðurkenningin er veitt fyrir forvarnir, streituvarnir og framúrskarandi eflingu mannauðs, en Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs hefur síðastliðið eitt og hálft ár verið í samstarfi við sérfræðinga Forvarna um sálfélagslega vinnuvernd fyrir starfsmannahópinn.