Egilsstaðaskóli auglýsir

Egilsstaðaskóli - Deildarstjóri á yngsta stigi

Auglýst er eftir deildarstjóra á yngsta stigi 1.-3.bekk í 50% stjórnunarstarf með möguleika allt að 50% kennslu til viðbótar. Deildarstjóri á yngsta stigi hefur jafnframt umsjón með sérkennslu í 1.-3. bekk og starfar í stjórnendateymi skólans.
Gerð er krafa um leyfisbréf og starfshæfni á sviði yngri barna, reynslu af stjórnun, skipulagshæfileika og góða samskiptahæfni. Jafnframt er gerð krafa um menntun í sérkennslufræðum. Stjórnunarmenntun er kostur.

Egilsstaðskóli – lausar kennarastöður

Kennara vantar til starfa við Egilsstaðaskóla frá og með næsta skólaári. Auglýst er eftir umsjónarkennara með starfshæfni á yngsta- og miðstigi, íþróttakennara og smíðakennara. Um að ræða 80-100% stöður. Jafnframt er auglýst 50% starf tónmenntakennara og umsjónarkennslu á yngsta stigi til eins árs 100% starf.
Gerð er krafa um leyfisbréf, góða samskiptafærni og skipulagshæfileika.

Forstöðumaður Frístundar

Auglýst er starf forstöðumanns Frístundar, sem er lengd viðvera fyrir yngstu nemendur skólans. Starfið er 50% starf. Í starfinu felst yfirumsjón með skipulagi og vinna með nemendum. Umsjón með skráningum og samskiptum við foreldra.
Hæfniskröfur eru uppeldismenntun, starfshæfni á yngri barna sviði, færni í mannlegum samskiptum og skipulagsfærni.

Egilsstaðaskóli - Deildarstjóri á elsta stigi - afleysing

Auglýst er eftir deildarstjóra á elsta stigi 8.-10.bekk í 50% starf við Egilsstaðaskóla. Deildarstjóri starfar í stjórnendateymi skólans. Um er að ræða afleysingarstarfs til eins árs.
Gerð er krafa um leyfisbréf og starfshæfni á elsta stigi, reynslu af stjórnun, skipulagshæfileika og góða samskiptahæfni. Stjórnunarmenntun er kostur.

Umsóknarfrestur um ofangreindar stöður er til 8. apríl n.k. Nánari upplýsingar veitir Ruth Magnúsdóttir skólastjóri í síma 4700 607 eða netfang ruth@egilsstadir.is

Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda skólastjóra ruth@egilsstadir.is

Í Egilsstaðaskóla eru 370 nemendur og tæplega 80 starfsmenn. Við skólann starfa áhugasamir og metnaðarfullir starfsmenn. Gildi skólans eru gleði, virðing og metnaður. Áhersluþættir í faglegu starfi eru teymiskennsla, virkir nemendur og list og verkgreinar. Skólinn er til húsa í nýlegu og nýlega uppgerðu húsnæði og er aðstaða öll til fyrirmyndar.