Bylgja ráðin verkefnisstjóri

Bylgja Borgþórsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri íþrótta-, tómstunda- og forvarnamála hjá Fljó…
Bylgja Borgþórsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri íþrótta-, tómstunda- og forvarnamála hjá Fljótsdalshéraði.

Bylgja Borgþórsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri íþrótta-, tómstunda- og forvarnamála hjá Fljótsdalshéraði. Bylgja hefur starfað sem kennari við Egilsstaðaskóla undanfarin misseri og var þar áður skólastjóri við Grunnskólann í Breiðdalshreppi. Hún stundar nú nám í opinberri stjórnsýslu. Bylgja hefur störf sem verkefnastjóri í lok febrúarmánaðar.

Alls sóttur 7 um starf verkefnastjóra. Umsækjendur voru auk Bylgju, Birna Björk Reynisdóttir, Katrín Reynisdóttir, Lárus Páll Pálsson, Lovísa Hreinsdóttir, Reynir Hólm Gunnarsson, Sonja Ólafsdóttir.