Breytingar á leiðarkerfi Strætó

Nokkrar breytingar voru gerðar á vetraráætlun Strætó fyrir Norður- og Norðausturland þann 5. janúar 2014. Leið 78 ekur nú korteri síðar frá Akureyri en áður, en með því er komið til móts við óskir háskólafólks.

Þá ekur leið 56 (Akureyri-Egilsstaðir) nú fjóra daga vikunnar, þ.e. mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og sunnudag og leið 79 þrisvar á dag.