5. í Ormsteiti: Fljótsdalsdagur

Sunnudagurinn 14. ágúst er hinn skemmtilegi Fljótsdalsdagur. Dagskráin þennan dag fer fram í Fljótsdalnum en einnig í Vallanesi.

Fjölskylduganga á Snæfellið hefst kl. 10.00 frá Snæfellsskála. Brottför er frá N1 á Egilsstöðum kl. 8.00 með brottför. Fossaganga verður einnig í boði frá Laugarfelli kl. 9.45 og er frítt í laugarnar þar fyrir göngufólk.

Skoðunarferðir í Fljótsdalsstöð hjá Landsvirkjun er í boði á 20 mínútna fresti milli kl. 10.00 og 12.00.

Guðsþjónusta hefst kl. 11.00 á klausturrústunum á Skriðuklaustri.

Klukkan 11.00 er Sudoku í boði í Snæfellsstofu og milli kl. 11.00 og 14.00 verður Óbyggðasetrið með tilboð á súpu og sýningu. Bæði Klausturkaffi og Laugarfell verða með tilboð á hádegismatseðli.

Þristarleikarnir skemmtilegu hefjast kl. 13.00 á Skriðuklaustri og þá verður Júlíus Meyvant með tónleika á sama stað.

Á milli kl. 13.00 og 17.00 verður heilmikið um að vera á Vallanesi. Að venju verður boðið upp á hljóðfæraleik, varðeld, veitingar og óvæntar uppákomur og núna hefur Ormurinn
verið lengdur og nær alla leið heim í Vallanes - og til baka. Markaður verður opinn heima
í Vallanesi með nýuppskornu grænmeti og framleiðsluvörum Móður Jarðar. Að auki verður
Asparhúsið - verslun og veitingastaður, fyrsta hús á Íslandi byggt alfarið úr íslenskum viði, opnað formlega.