4. í Ormsteiti: TdeO, barna- og fjölskylduhátíð, tónleikar, ball og margt fleira

Tour de Ormurinn er hjólreiðakeppni í kringum Lagarfljót. Boðið er upp á tvær vegalengdir, 68 km og …
Tour de Ormurinn er hjólreiðakeppni í kringum Lagarfljót. Boðið er upp á tvær vegalengdir, 68 km og 103 km.

Laugardagurinn 13. ágúst hefst með því að keppendur í Tour de Ormurinn verða ræstir af stað við N1 klukkan 9:00. Hjólað er í kringum Lagarfljótið og eru tvær vegalengdir í boði, 103 og 68 kílómetrar. Hvatt er til þess menn fjölmenni þegar keppendur fara af stað og koma aftur í markið við N1, en gert er ráð fyrir að þeir fyrstu komi í mark um klukkan 11:00. Frekari upplýsingar um keppnina er að finna á https://www.facebook.com/TourDeOrmurinn

Gistihúsið á Egilsstöðum býður gestum og gangandi að kíkja í kaffi til sín klukkan 10:00 en þar fer einnig fram verðlaunaafhending í Tour de Orminum seinnipartinn sama dag.

Milli klukkan 10:00 og 12:00 býður sundlaugin á Egilsstöðum frítt í sund með tónlistarlegu ívafi.

Barna- og fjölskylduhátíð hefst á svæðinu innan við skattstofuna klukkan 13:00 og verður þar margt skemmtilegt um að vera. Hægt verður að sjá húsdýr og fara á hestbak. Sirkus Íslands býður upp á sirkusstöðvar fyrr krakka og Leikfélag Fljótsdalshéraðs verður með sprell.
Hin rómaða fegurðarsamkeppni gæludýra verður á sínum stað og geta gæludýr af öllum tegundum tekið þátt. Þeir sem vilja taka þátt í fegurðarsamkeppni gæludýra eru hvattir til að
skrá þátttöku á netfangið heidaosk2000@hotmail.com.

Söngvakeppni barna, TM söngvakeppnin, fer einnig fram og viðbúið að þar eigi fjölmörg hæfileikarík börn eftir að koma fram. Börn sem vilja taka þátt í TM söngvakeppninni eru beðin að skrá þátttöku sína á netfangið moonvals@gmail.com. Æfing fyrir keppnina verður klukkan 10:00 sama dag í Sláturhúsinu.
Frítt verður í hoppukastala meðan á hátíðinni stendur og fimleikadeildin verður með candy floss og popp.
Kynnir á barna- og fjölskylduhátíðinni verður Magga Stína sem jafnframt mun syngja nokkur lög.

Bílaklúbburinn Start verður síðan með glæsilega tækjasýningu á gamla tjaldsvæðinu innan við Landstólpa milli klukkan 11:00 og 16:00 og munu taka vel á móti gestum. Að lokinni sýningu mun hersingin taka rúnt um Egilsstaði.

Klukkan 18:00 hefjast stórtónleikar í Kornskálanum, en einnig verður hægt að hlusta á tónlistina á svæðinu við Sláturhúsið og hafa það notalegt þar. Í verður að kaupa sér hreindýra sushi, hreindýrapizzu og fleira gómsætt.
Andri Freyr, útvarpsmaður, verður kynnir á tónleikunum en þar koma fram stúlknabandið Ragnhildur, Soffía og Karen; Sveitabandið; Aldís Fjóla, Nanna og Frikki; Magga Stína sem syngur Megasarlög; Máni & The Road Killers; Helgi Björnsson og hljómsveit og loks Danshljómsveit Friðjóns sem heldur uppi stuðinu fram eftir kvöldinu.

Klukkan 23:30 hefst hinn rómaði Nostalgíudansleikur í Valaskjálf þar sem Helgi Björnsson og hljómssveit leika fyrir dansi.