Vertu UÍA hreindýr á stormandi ferð

Sprettur Sporlangi, lukkuhreindýr UÍA, þeysist nú um Austurland og reynir sig í hinum ýmsu íþróttagreinum sem stundaðar eru í fjórðungnum. UMFÍ studdi UÍA við að fara í þetta verkefni sem nefnist „Vertu UÍA hreindýr á stormandi ferð“.

Í för með Spretti á ferð hans er kvikmyndatökulið sem filmar tilþrif dýrsins en myndböndin eru ætluð sem kynningarefni fyrir íþróttastarf á Austurlandi og hvatning og áminning til okkar allra um hversu hollt og gott er að hreyfa sig

Hér fyrir neðan má sjá smá sýnishorn af heimsóknum hans til taekwondodeildar og fimleikadeildar Hattar.

https://www.youtube.com/watch?v=jorkc_eMGPc&feature=youtu.be

https://www.youtube.com/watch?v=ChMlde43kW0