RÚV á hringferð um landið

Ríkisútvarpið gengst fyrir málþingi á 6 stöðum á landinu og þriðjudagskvöldið 29. september er komið að Egilsstöðum. Fundurinn verður haldinn á Hótel Héraði, hefst klukkan 20 og stendur til 22.

Dagskrá:

  • Ríkisútvarpið í dag og til framtíðar. Staða, hlutverk og stefna, 
    Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri

  • RÚV á landsbyggðinni, Freyja Dögg Frímannsdóttir, svæðisstjóri RÚVAK

  • Dreifikerfi RÚV, Gunnar Örn Guðmundsson, forstöðumaður tæknideildar RÚV,

  • Landinn og Landakortið, Gísli Einarsson, dagskrárgerðarmaður Landans

  • Pallborðsumræður

Fundarstjóri er Gísli Einarsson