Heimsóknir í fyrirtæki

Tengslanet austfirskra kvenna kynnir fyrirtækjaheimsókn í Héraðsprent og Hótel Hérað á Egilsstöðum á morgun, 28. nóvember kl. 18:00. En þá munu þær Gunnhildur Ingvarsdóttir, Ingunn Þráinsdóttir og Auður Anna Ingólfsdóttir taka á móti austfirskum konum og kynna fyrirtækin sem þær eru í forsvari fyrir.

Gunnhildur og Ingunn munu kynna starfsemi Héraðsprents, m.a. efni til föndurgerðar og þá margbeytilegu þjónustu sem Héraðsprent veitir einstaklingum og fyrirtækjum í jólaundirbúningnum.

Auður Anna mun kynna starfsemi Hótel Héraðs og viðburði á aðventunni. Eftir kynninguna gefst þátttakendurm kostur á að borða saman léttan kvöldverð, á krónur 2.000, og spjalla saman.

Hugmynd Tengslanets austfirskra kvenna er að bjóða reglubundið upp á fyrirtækjaheimsóknir. Þau fyrirtæki sem eru reiðubúin að bjóða uppá slíkar heimsóknir er bent á að hafa samband við formann stjórnar, Kötlu Steinsson í katla@east.is

Athugið að ofangreind heimsókn var upphaflega auglýst fimmtudaginn 29. nóvember en verður haldin miðvikudaginn 28. nóvember.

Nánari upplýsingar um viðburði á vegum TAK má nálgast á heimasíðunni www.tengslanet.is.