Útdráttur í heilsuátaki - lok vetrahlaupasyrpu

Heilsuátakið gengur vel í íþróttamiðstöðinni. Hingað til hafa farið fram 2 útdrættir, en dregið er úr nöfnum þátttakanda á tveggja vikna fresti. Vetrarhlaupasyrpu á Egilsstöðum lauk laugardaginn 28. mars.


Þann 17. mars síðastliðinn var fyrsti útdráttur í flokknum „mæting 5 sinnum í viku“ og var það Rósa G. Steinarsdóttir sem var dregin út. Í flokknum „mæting 3 sinnum í viku“ var það Dagbjört Kristinsdóttir sem dregin var út. Annar útdráttur var síðan þann 27. mars. Það voru í allt 37 þátttakendur sem náðu að halda áætlun. Það voru 18 þátttakendur sem höfðu mætt 3 sinnum í viku en 19 þátttakendur 5 sinnum í viku. Í þetta skiptið voru það Nanna Ármannsdóttir og Alda Hrafnkelsdóttir sem voru dregnar út.

Þátttakendur eru hvattir til þess að halda áfram þrátt fyrir að vika og vika detti út, þá er bara að vera með í útdrættinum þar á eftir. Öllum vinningshöfum og öðrum þátttakendum sem hafa náð markmiðum sínum er óskað til hamingju með sinn árangur.
Í byrjun október 2008 var hópur fólks sem ákvað að setja á stað vetrahlaupasyrpu á Egilsstöðum. Ákveðið var að keppa í 10 km hlaupi síðasta laugardag hvers vetrarmánaðar. Sárlega hefur vantað keppnir á svæðinu en þær verða oft til þess að hlauparar leggja meira á sig, setja sér enn frekari markmið til að hafa að einhverju að stefna og ekki síst til þess að brjóta upp vikulega mynstrið í æfingum sínum. Fyrirmyndin af keppninni er sótt til Akureyrar en þar hefur UFA (Ungmennafélag Akureyrar) staðið fyrir sambærilegum hlaupum til nokkurra ára. Í vetur hafa samtals 26 manns tekið þátt í hlaupasyrpunni. Fyrirtæki og stofnanir hafa stutt við bakið á aðstandendum hlaupasyrpunar með því að gefa útdráttarverðlaun sem hafa verið veitt eftir hvert hlaup. Þá hefur hópurinn fengið auglýsingastyrki. Að lokum þá styrkti Fljótsdalshérað hópinn við kaup á verðlaunagripum sem veitt voru í loka hlaupinu. Þau fyrirtæki og stofnanir sem styrktu vetrahlaupasyrpuna voru: Verslunin Skógar, Sólbaðsstofan Perlusól, Hárhöllin, Húsasmiðjan, Stjörnuhár, Klassík, Héraðs – og austurlandsskógar og Fljótsdalshérað.

Frekari fréttir af heilsuátakinu og öðrum fréttum sem tengjast heilsu og hreyfingu má finna á síðu íþróttamiðstöðvarinnar hér.