Tillaga að tveimur deiliskipulögum og breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs auglýsir hér með eftirfarandi tillögur:

Deiliskipulag Hátungur Vatnajökulsþjóðgarði, sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 21.01.2015. Skipulagssvæðið afmarkast eins og fram kemur á uppdrætti og felur m.a. í sér byggingu salernisaðstöðu, aðstöðu fyrir landvörð og uppsetningu upplýsingastanda. Greinargerð er hér.

Deiliskipulag Hvammur 2, sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 05.11.2014. Skipulagssvæðið afmarkast eins og sýnt er á uppdrætti og felur m.a. í sér skipulag fyrir 12 hús allt að 60 m2.

Hvammur 2 aðalskipulagsbreyting, sem samþykkt var í bæjarstjórn 21.01.2015. Aðalskipulagsbreytingin felur í sér að heimilt verður að reisa lítil hús fyrir gistiþjónustu samkvæmt nánari skilmálum í deiliskipulagi. Nánari upplýsingar og 

Tillögurnar eru auglýstar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunni Lyngási 12 frá 29. janúar til 12. mars 2015. Þeir sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til og með fimmtudeginum 12. mars 2015. Skila skal skriflegum athugasemdum til umhverfis- og framkvæmdanefndar á bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar teljast þeim samþykkir.


Fljótsdalshéraði 29.01.2015

skipulags- og byggingarfulltrúi
Fljótsdalshéraðs.