Nýr og glæsilegur hestaíþróttavöllur í Fossgerði

p>Undanfarin misseri hafa staðið yfir framkvæmdir við nýjan æfinga- og keppnisvöll í Fossgerði. Völlurinn er af fullkomnustu gerð og skipar sér í hóp meðal betri hestaíþróttavalla landsins.

 

Formleg vígsla á svæði Hesteigendafélagsins í Fossgerði verður helgina 15. – 17. ágúst. Þá verður vegleg dagskrá fyrir unga sem aldna og keppt verður í ýmsum greinum hestaíþrótta. Endanleg dagskrá verður send út á næstu dögum, en nokkrum hestamannafélögum hefur verið boðið að taka þátt í hátíðarhöldunum. Næg tjaldstæði munu vera í Fossgerði fyrir lengra að komna.