Jólin kvödd í Tjarnargarðinum

Þrettándagleði í Lómatjarnargarði árið 2013.
Þrettándagleði í Lómatjarnargarði árið 2013.

Þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs fer fram í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum miðvikudaginn 6. janúar. Kyndlaganga leggur af stað frá íþróttahúsinu á Egilsstöðum kl. 17.15 inn í Tjarnargarðinn. Kveikt verður í brennu þar kl. 17.30. Björgunarsveitin verður með sölu á kyndlum á staðnum sem kosta kr. 1.000 stykkið.

Dagskrá í Tjarnargarði
Afhendingar íþróttamanna Hattar ársins 2015
Afhending starfsmerkja Hattar