Gæludýraeigendur á Fljótsdalshéraði

Eigendur katta eru beðnir um að taka tillit til fuglalífs á varptíma. T.d. með með því að hengja bjö…
Eigendur katta eru beðnir um að taka tillit til fuglalífs á varptíma. T.d. með með því að hengja bjöllur á hálsólar dýranna og halda þeim innandyra á nóttunni.

Kattaeigendur eru minntir á að skv. samþykkt um kattahald ber eigendum og umráðamönnum, „eftir því sem framast er unnt, að sjá svo um að kettir þeirra valdi ekki hávaða, ónæði, óþrifnaði eða óhollustu. Einnig ber kattaeigendum og umráðamönnum „að taka tillit til fuglalífs á varptíma,[…] m.a. með því að hengja bjöllur á hálsólar katta og halda þeim innandyra á nóttunni.“

Hundaeigendum og umráðamönnum er, skv. samþykkt um hundahald, skylt að sjá til þess að hundar þeirra „valdi ekki hættu, óþægindum, óþrifnaði, óöryggi eða verði mönnum til óþæginda á annan hátt[…].“ Einnig er sérstaklega tekið fram í samþykktinni að „eiganda eða umráðamanni hunds er ávallt skylt að fjarlægja saur eftir hundinn.“

Að lokum eru eigendur óskráðra dýra hvattir til að skrá dýr sín hjá sveitarfélaginu en eyðublöð má finna á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.