Frambjóðendur kynna sig

Miðvikudaginn 24. nóvember kl. 20 verður haldinn opinn fundur um framboð og kosningar til Stjórnlagaþings, á Hótel Héraði á Egilsstöðum. Á fundinn verður boðið öllum þeim sem bjóða sig fram til stjórnlagaþings, bæði Austfirðingum og öðrum. Fundarstjóri verður Guðmundur Guðmundsson. Fundarboðendur eru frambjóðendur á Austurlandi.

Fundarefni:
- Frambjóðendur kynna sig og sínar áherslur
- Kynning á kosningareglum
- Fyrirspurnir og almennar umræður
Allir velkomnir !