Dagskrá Ormsteitis föstudag

Í dag er markaðurinn að venju í tjaldinu við Nettó. Í kvöld verða tónleikar og uppákomur í Sláturhúsinu. Þar verða flutt verk og samstarfsverkefni eftir Báru Sigurjónsdóttur, Charles Ross, Guðmund Stein Gunnarsson, Halldór Úlfarsson, Pál Ivan frá Eiðum, Per Åhlund, Þórunni Grétu Sigurðardóttur og nemendur og gesti tónsmíðaverkstæðisins sem haldið var á Eiðum. Sýningin Gelid Phase er einnig í Sláturhúsinu en á Kaffi Egilsstöðum verður Pétur Jóhann með uppstand og DJ Atli spilar eftir uppistandið.

Dagskrá föstudags er eftirfarandi:
13:00 Héraðsmarkaðurinn við NETTÓ. Opið á milli 13:00 og 19:00
18:00 Tónleikar og uppákomur fram á nótt í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.
Hljóðleikur, tónsmíðar á rauntíma, grafísk nótnaskrif, Raftónlist og fleira
Aðgangseyrir: 1.500 kr., ath. enginn posi.
20:00 Gelid Phase, sýning í Sláturhúsinu.
21:00 Pétur Jóhann - Óheflaður
Uppistandssýning eins og honum er einum lagið á Kaffi Egilsstöðum.
Þessi er fullorðins, aldurstakmark 18 ára
23:00 DJ Atli spilar á Kaffi Egilsstöðum fram eftir
nóttu strax á eftir Pétri Jóhanni

Á myndinn sem fylgir má sjá Charles Ross ræða við áheyranda eftir tónleika á Eiðum í gærkvöldi