Bæjarstjórnarbekkurinn á Barranum

Frá bæjarstjórnarbekknum á Jólakettininum í Barrra fyrir ári
Frá bæjarstjórnarbekknum á Jólakettininum í Barrra fyrir ári

Minnum íbúa Fljótsdalshéraðs á bæjarstjórnarbekkinn, sem líkt og undanfarin ár verður settur upp á Barradeginum, en hann verður nú haldinn laugardaginn 16. desember.

Þar munu bæjarfulltrúar sitja og taka á móti íbúum og erindum þeirra. Öll erindi verða skráð niður og þeim síðan komið til skoðunar hjá nefndum og starfsmönnum sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs