Textílkennara vantar í Fellaskóla

Fellaskóli auglýsir tæplega þriðjungs starf í textílmennt. Umsóknarfrestur er til og með 16. júní. 
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Gestsson, skólastjóri í síma: 822-1748 og á netfanginu sverrir@fell.is og þangað má einnig skila inn umsókn.  Upplýsingar um Fellaskóla má sjá á heimasíðu hans fljotsdalsherad.is/fellaskoli