Samið um rekstur tjaldstæðisins

Austurför og Hús handanna hafa tekið að sér rekstur tjaldsvæðisins á Egilsstöðum til eins árs. Gengið var frá samningi milli þessara aðila og Fljótsdalshéraðs í síðustu viku. Samhliða því að sinna þjónustu við tjaldsvæðisgesti verður Austurför með bókunarmiðstöð fyrir ferðir og afþreyingu á svæðinu (sjá www.traveleast.is). Þá verða þar munir frá Húsi handanna til sölu.

Á myndinni má sjá Björn Ingimarsson og Heiði Vigfúsdóttur undirrita samninginn.