Fundur um þróun atvinnulífsins

Í kvöld, fimmtudaginn 28. febrúar, kl. 20.00, verður haldinn almennur fundur á Hótel Héraði á vegum atvinnumálanefndar Fljótsdalshéraðs. Fundurinn hefur yfirskriftina Þróun atvinnulífs á Austurlandi og væntingar m.a. með hliðsjón af uppbyggingu álvers. Hvað ber framtíðin í skauti sér?

Frummælendur á fundinum eru fulltrúi frá Alcoa,  Stefán Stefánsson framkvæmdastjóri Þróunarfélags Austurlands og Ásgeir Magnússon forstöðumaður skrifstofu atvinnulífsins á Norðurlandi. Boðið verður upp á umræður í lok framsagna frummælenda.

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs hefur undan farin misseri staðið fyrir almennum fundum um hin ýmsu atvinnu- og búsetutengdu mál.