Frestun innheimtu gatnagerðargjalda

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshérðas 19.01 2011 var samþykkt tillaga að tímabundinni heimild til frestunar innheimtu gatnagerðargjalda hjá sveitarfélaginu. Frestun þessi er hugsuð til að örva byggingarstarfsemi á Fljótsdalshéraði og til að auðvelda byggingaraðilum að fjármagna fyrsta áfangann í húsbyggingunni. Markmiðið með þeim er einnig að stuðla að þéttingu byggðar og eftirspurn eftir óúthlutuðum lóðum sveitarfélagsins. Heimild þessi hefur hins vegar ekki áhrif á gildandi reglugerð og gjaldskrá vegna gatnagerðargjalda Fljótsdalshéraðs. Hér má sjá heimildina.