Bæjarráð bókar vegna flugvallamála

Á fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs þann 23. febrúar 2015 var eftirfarandi bókun gerð varðandi samráðshóp um innanlandsflugvöll.

Bæjarráð tekur heils hugar undir bókun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar frá 17. febrúar sl., varðandi vinnubrögð Reykjavíkurborgar í tengslum við málefni Reykjavíkurflugvallar og fyrirhugaðar framkvæmdir á Hlíðarendasvæði, sem hafa munu verulega áhrif á notagildi flugvallarins. Jafnframt ítrekar bæjarráð þau sjónarmið sveitarfélagsins sem. m.a. hafa komið fram í athugasemdum við aðalskipulag Reykjavikurborgar sem samþykktar voru á fundi bæjarstjórnar 04.09. 2013.

Ítrekuð er áskorun til borgarfulltrúa Reykjavíkur um að gefa svokallaðri "Rögnunefnd" svigrúm til að ljúka vinnu sinni, áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út.