Fara í efni

Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austfjörðum, hættustig á Seyðisfirði

01.01.2024 Fréttir Seyðisfjörður

Talsvert hefur snjóað í fjöll í hvassri austanátt á Austfjörðum en rignt á láglendi. Vitað er um nokkur smærri flóð í Norðfirði og eitt úr Skágili ofan við Neskaupstað sem stöðvaðist nokkuð ofan við skógrækt. Líklega hafa þó fleiri flóð fallið í nótt og í morgun á Austfjörðum.

Ákveðið hefur verið að lýsa yfir hættustigi og rýma reiti 4 og 6 á Seyðisfirði en ekki er talin hætta á öðrum stöðum eins og staðan er metin nú. Reitirnir sem rýmingin tekur til eru undir Strandartindi og þarf ekki mjög stór flóð til að ógna þeim reitum.

Veðurspá sýnir áframhaldandi austanátt með snjókomu til fjalla en rigningu á láglendi og neðri hluta hlíða. Því má búast við votum snjóflóðum og mögulega krapaflóð á láglendi þegar líður á kvöldið.

Á þriðjudag dregur úr úrkomu með stöku éljum til fjalla og skúrum á láglendi og ætti þá að draga úr snjóflóðahættu en mögulega getur verið krapaflóðahætta áfram.

Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austfjörðum, hættustig á Seyðisfirði
Getum við bætt efni þessarar síðu?