Fara í efni

Nýtt sveitarfélag - Sameiginleg símanúmer og heimasíða

13.10.2020 Fréttir

Símanúmer skrifstofu sameinaðs sveitarfélags er 4 700 700 og er síminn opinn milli kl. 8.00 og 15.45. Opnunartími skrifstofanna fjögurra er sá sami og verið hefur:

  • Á Borgarfirði eystra að öllu jöfnu frá kl. 8 - 12 og 13 – 17
  • Á Djúpavogi, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, frá kl. 10 - 12 og 13 – 15
  • Á Egilsstöðum frá kl. 8 - 15.45
  • Á Seyðisfirði frá kl. 10 - 12 og 13 - 14

Ný heimasíða hefur verið opnuð fyrir sameiginlegt sveitarfélag. Um bráðabirgðasíðu er að ræða. Ekki er gert ráð fyrir að loka gömlu heimasíðum Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Hins vegar liggur ekki fyrir með hvað hætti þær verða notaðar til framtíðar, en ljóst er að þeir hlutar sem snúa að mannlífi, samfélagi, myndasöfnum o.þ.h. verða til staðar á gömlu síðunum þar til ákveðið hefur verið hvort og hvernig þeim hlutum verður komið fyrir á nýrri heimasíðu sveitarfélagsins.

Upplýsingar um þjónustu og stjórnsýslu nýja sveitarfélagsins verður fyrst og fremst að finna á tímabundnu sameiginlegu heimasíðunni og verður þeim eingöngu viðhaldið þar.

Getum við bætt efni þessarar síðu?