Fara í efni

Nýir Seyðfirðingar heimsóttir

19.12.2023 Fréttir Seyðisfjörður

Sú skemmtilega hefð hefur verið viðhöfð um árabil á Seyðisfirði að sveitarstjóri ásamt starfsmanni skrifstofu heimsæki öll nýfædd börn á Seyðisfirði og leysi þau út með gjöf. Hefðin datt niður á tímabili vegna covid en var endurvakin á þessu ári.

Björn Ingimarsson sveitarstjóri, heimsótti hluta af barnahópnum og færði þeim gjafir og fékk með þeim mynd. Nýir Seyðfirðingar sem fengu heimsókn eru eftirfarandi:

Bessi Hogenhof Kamilluson fæddist 28. janúar 2023, foreldrar hans eru Kamilla Gylfadóttir og Lasse Hogenhof. Hann er fyrsta barn foreldra sinna.
Eira Linnet fæddist þann 9. júní 2023. Foreldrar hennar eru Celia Harrison og Linus Lohmann og er hún fyrsta barn foreldra sinna.
Ómar Orri Gunnarsson fæddist 5. júní 2023, foreldrar hans eru Urður Arna Ómarsdóttir og Gunnar Þjóðólfsson. Hann er þeirra annað barn.
Sóldís Mía Gabríelsdóttir fæddist 5. apríl 2023, foreldrar hennar eru Dagrún Vilborg Þórhallsdóttir og Gabríel Björnsson. Hún er annað barn foreldra sinna.

Nýir Seyðfirðingar heimsóttir
Getum við bætt efni þessarar síðu?