Fara í efni

Gamla kirkjan á Djúpavogi

12.04.2024 Fréttir Djúpivogur

Múlaþing auglýsir eftir hugmyndum og/eða samstarfaðilum vegna uppbyggingar á Gömlu kirkjunni á Djúpavogi.

Gamla kirkjan var upprunalega staðsett að Hálsi í Berufirði en var flutt þaðan árið 1894 á Djúpavog þar sem hún stendur enn í dag. Unnið hefur verið að endurbyggingu undanfarin ár og er frágangi utandyra að mestu leyti lokið en innandyra er hún ófrágengin. Heimastjórn Djúpavogs telur mikilvægt að kirkjan fái hlutverk og sé í notkun áður en hafist verði handa við frágang innanhúss til að hönnun og uppbygging innandyra fari saman.

Leitað er eftir hugmyndum að nýtingu og jafnvel samstarfsaðila um einhverskonar rekstur í kirkjunni.
Frekari uplýsingar veitir Eiður Ragnarsson, fulltrúi sveitarstjóra á Djúpavogi í síma 4700 700 og í netfang eidur.ragnarsson@mulathing.is.

Gamla kirkjan á Djúpavogi
Getum við bætt efni þessarar síðu?