Fara í efni

Allir Seyðfirðingar hafa húsnæði yfir jólin

23.12.2020 Fréttir Aurskriður á Seyðisfirði

Allir þeir Seyðfirðingar sem ekki fengu að snúa aftur til síns heima fyrir jólin, hafa fengið húsnæði yfir hátíðarnar. Margir höfðu þegar komið sér fyrir hjá ættingjum og vinum annars staðar en starfsfólk Múlaþings hefur aðstoðað við að finna hentugt húsnæði.

Starfsfólk Múlaþings vill koma sérstökum þökkum til allra þeirra fjölmörgu sem buðu fram aðstoð á þessum krefjandi tímum. Einstaklingar og fyrirtæki hafa brugðist hratt og vel við með því að bjóða fram húsnæði, bíla, mat, klæði, pening og svo mætti lengi áfram telja. Þeim er hér með kærlega þakkað fyrir viðbrögðin.

Næsta athugun vegna rýmingar verður 27. desember nk. Upplýsingar frá almannavörnum eru m.a. birtar á vef lögreglunnar www.logreglan.is og www.mulathing.is.

 

Ýmsar upplýsingar

Sálrænn stuðningur verður í boði í Þjónustumiðstöðinni í Herðubreið milli kl. 13-16 dagana 28.–31. desember 2020. Eins er bent á hjálparsíma Rauða Krossins 1717 en þar er hægt að fá sálrænan stuðning allan sólarhringinn.

Vaktsími læknavaktarinnar er 1700 en í neyðartilfellum er bent á 112

Opnunartími Þjónustumiðstöðvarinnar í Herðubreið fram að áramótum eins og hér segir:

  1. desember, klukkan 11.00 – 18.00

   27.-30. desember, klukkan 11.00 - 18.00

  1. desember, klukkan 11.00 – 13.00

HÉR er hægt að finna allar nýjustu upplýsingar vegna hamfaranna á Seyðisfirði.

Allir Seyðfirðingar hafa húsnæði yfir jólin
Getum við bætt efni þessarar síðu?