Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

30. fundur 05. janúar 2023 kl. 14:00 - 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Björg Eyþórsdóttir formaður
  • Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Dagný Erla Ómarsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Dagný Erla Ómarsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Í upphafi fundar var borin upp tillaga um að bæta lið 5 við dagskrá fundarins og var það samþykkt samhljóða.

1.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Seyðisfirði

Málsnúmer 202301014Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skýrsla fráfarandi fulltrúa Seyðisfjarðar, frá Aðalheiði Borgþórsdóttur, sem gerði grein fyrir þeim verkefnum sem eru í vinnslu. Aðalheiður tók þátt í fundinum á Teams.

Heimastjórn þakkar Aðalheiði greinargóða yfirferð, fyrir farsælt samstarf og óskar henni góðs gengis í áframhaldandi störfum hjá Múlaþingi.

Gestir

  • Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 14:00

2.Snjómokstur á Seyðisfirði

Málsnúmer 202301015Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mættu Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri og Sveinn Ágúst Þórsson, verkstjóri Þjónustumiðstöðvar á Seyðisfirði til að ræða snjómokstur á Seyðisfirði. Farið var yfir stöðu mála undanfarnar vikur og hvaða ráðstafanir eru fyrirhugaðar varðandi bættan snjómokstur m.a. með auknum tækjakosti. Einnig kynntu þau fyrir heimastjórn uppfært snjómoksturskort sem er aðgengilegt á vef Múlaþings.

Heimastjórn þakkar Hugrúnu og Sveini fyrir greinargóðar upplýsingar.

Lagt fram til kynningar.



Gestir

  • Sveinn Ágúst Þórsson - mæting: 14:40
  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 14:40

3.Stöðuleyfi og meðferð slíkra mála

Málsnúmer 202212175Vakta málsnúmer

Heimastjórn tekur til umræðu stöðuleyfi lausamuna og hvaða verkferlar gilda um slík mál.

Á fundinn undir þessum lið mættu Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfisstjóri og Sveinn Ágúst Þórsson, verkstjóri Þjónustumiðstöðvar á Seyðisfirði. Áformað er hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði að gera verklagsreglur fyrir Múlaþing er varða þessi mál.

Heimastjórn þakkar Hugrúnu og Sveini fyrir greinargóða yfirferð.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 15:30
  • Sveinn Ágúst Þórsson - mæting: 15:30

4.Húsnæðisáætlun Múlaþings, endurskoðun fyrir 2023

Málsnúmer 202210141Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að endurskoðaðri 10 ára húsnæðisáætlun Múlaþings fyrir árið 2023.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 19.12. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að húsnæðisáætlun Múlaþings og vísar henni til kynningar hjá heimastjórnum og staðfestingar hjá sveitarstjórn.

Heimastjórn beinir því til starfsmanns heimastjórnar að uppfæra textann um atvinnulíf á Seyðisfirði í samræmi við umræður á fundinum og skila til viðeigandi aðila.

Afgreiðslu frestað þar til gögn hafa borist.

5.Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202208012Vakta málsnúmer

Heimastjórn bendir á að nú liggur fyrir álit Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum vegna framkvæmda við Fjarðarheiðargöng. Íbúar eru hvattir til að kynna sér álitið, umsagnir og svör Vegagerðarinnar á www.skipulag.is.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?