Tómstundir fyrir börn og unglinga 2018 - 2019 / Activites for children 2018 - 2019

Hér verður bætt við upplýsingum um þær tómstundir sem í boði verða fyrir börn á Fljótsdalshéraði veturinn 2018 - 2019. 
Athugið að listinn breytist hratt þar til í byrjun júní og er upplýsingum bætt inn um leið og þær berast. 

Here you can look throught the leisure activities available for children in Fljótsdalshérað during the winter of 2018 - 2019.
Nota bene, the list will be changing until the start of June and information will be added as soon as it is available.

 

Vetrarfjör 2018-2019

 

 

Ássókn í Fellum - Kirkjuselið í Fellabæ:

Stjörnustund í Fellabæ - Kirkjustarf fyrir 6-9 ára börn 

Alla þriðjudaga frá kl. 15-16:30 í Kirkjuselinu í Fellabæ. Hefst 18. september.

Frjáls tími og hressing frá kl. 15:00, dagskrá hefst kl. 15:30.

Leikir, helgistund, bakstur, föndur, spil o.fl. skemmtilegt  á dagskránni

Umsjón hefur sr. Ólöf Margrét Snorradóttir og aðstoðarleiðtogi er Olga Snærós Pétursdóttir.

Allir í 1.-4. bekk eru velkomnir og ekkert þátttökugjald.

 

TTT - Frístundastarf kirkjunnar fyrir 10-12 ára krakka

verður alla mánudaga kl. 16:00-17:30 í Kirkjuselinu í Fellabæ

Hefst mánudaginn 17. september.

Leikir, föndur, spil, helgistund, matreiðsla og fleira og fleira...

Leiðtogar sr. Ólöf Margrét Snorradóttir og Jódís Skúladóttir.

Allir í 5.-7. bekk eru velkomnir og ekkert þátttökugjald.

 

Egilsstaðakirkja:

Sunnudagaskólinn 

alla sunnudaga kl. 10:30 í kirkjunni (byrjað)

Hreyfisöngvar, sögur, Rebbi refur og félagar líta við, bænir - og kirkjuleikfimin er á sínum stað!

Ávextir, djús/kaffi og litastund í lok hverrar samveru og nýr límmiði í Jesúbókina á hverjum sunnudegi.

 

Stjörnustund á Egilsstöðum - Kirkjustarf fyrir 6-9 ára börn 

Alla mánudaga frá kl. 16:30-18:00 í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju (byrjað)

Leikir, helgistund, föndur, spil, hæfileikasýning, spurningakeppni o.fl. skemmtilegt  á dagskránni

Leiðtogar Sunneva Una Pálsdóttir, Ásmundur Máni Þorsteinsson, sr. Þorgeir Arason og öflugir aðstoðarleiðtogar.

Allir í 1.-4. bekk eru velkomnir og ekkert þátttökugjald.

 

Barnakór Egilsstaðakirkju

fyrir söngelska krakka í 3.-7. bekk. Stjórnandi: Torvald Gjerde. Ekkert þátttökugjald.

Hefst eftir miðjan september. Æfingatími auglýstur síðar.

 

Bíbí - Æskulýðsfélag - unglingastarf fyrir 13-16 ára

Alla þriðjudaga kl. 20:00-22:00 í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju (byrjað)

Nánar í Facebook hópnum BÍBÍ

Leiðtogar sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, Sylvía Ösp Jónsdóttir og Ásmundur Máni Þorsteinsson.

Landsmót ÆSKÞ verður á Egilsstöðum 26.-28. október.

 

Stúlknakórinn Liljurnar

Æfingar alla fimmtudaga kl. 16:30-18:00 í Egilsstaðakirkju.

Stjórnandi: Margrét Lára Þórarinsdóttir. Ekkert þátttökugjald.

Metið til eininga í ME og sem val í grunnskólanum.

 

Allar upplýsingar er hægt að finna á heimasíðunum egilsstadakirkja.is og egilsstadaprestakall.is

 

Körfuknattleiksdeild Hattar / Höttur Basketball

 

alt

For more information: hottur.is 

 

 

Krakka CrossFit / Children's CrossFit

Krakka CrossFit fyrir 7-14 ára. Námskeiðið hefst 1. júní og stendur til 31. ágúst.

Verð 19.990 

Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 11:00-12:00

Skráning á www.cfaustur.com inni í „næstu námskeið.“

 

Barna CrossFit // Íþróttaskóli / Baby CrossFit 

Barna CrossFit fyrir eldri en tveggja ára. Námskeiðið hefst 1. júní og stendur til 31. ágúst.

Verð 12.990 

Mánudaga-föstudaga kl.16:30-17:30

Laugardaga og sunnudaga kl.10:00-11:00

Skráning á www.cfaustur.com inni í „næstu námskeið.“

 

Krakka júdó / Children's judo

Krakka CrossFit fyrir 7-14 ára. Námskeiðið hefst 1. júní og stendur til 31. ágúst.

Verð 19.990 

Mánudaga og miðvikudaga kl. 16:30-17:30

Skráning á www.cfaustur.com inni í „næstu námskeið.“

 

 

 

Fjallahjólaæfingar ungmennafélagsins Þristar / Mountain bike training with Þristur youth club

Æfingar fyrir mið- og unglingastig grunnskóla eru á mánudögum kl.17:00.

Þórdís Kristvinsdóttir og Haddur Áslaugsson sjá um æfingarnar og sjá til þess að bæði byrjendur og lengra komnir fái að spreyta sig á verkefnum við hæfi.

Farið frá bílastæðinu við Selskóg.

 

Útivistarnámskeið ungmennafélagsins Þristar / Outdoor adventures with Þristur youth club

Markmið námskeiðsins er að kynna þá mörgu og skemmtilegu möguleika sem felast í útivist og töfrum náttúrunnar fyrir börnum og unglinum. Aukinheldur að byggja upp seiglu og jákvætt viðhorf gagnvart áskorunum og ævintýrum sem leynast við hvert fótmál þegar útivist er annars vegar.

Unnið með útivist í breiðum skilningi. Meðal verkefna: útileikir, hjólreiðaferðir, útieldun, náttúruskoðun, fjallgöngur, rötun, listsköpun úr náttúrulegum efniviði og margt fleira.

Leiðbeinandi er Þórdís Kristvinsdóttir ásamt aðstoðarfólki.

Nánari upplýsingar á / For more information:  Hjólakraftur Austurland og á heimasíðu Þristar

 

 

 

 

 

 

Fjallahjóaæfingar byrja í september.

Æfingar fyrir mið- og unglingastig á mánudögum kl 17. Þórdís Kristvinsdóttir og Haddur Áslaugsson verða með æfingarnar og sjá til þess að bæði byrjendur og lengra komnir fái að spreyta sig á verkefnum við hæfi. Farið frá bílastæðinu við Selskóg.

Útivistanámskeið byrja í september.

Markmið námskeiðsins er að kynna börnum og unglingum fyrir þeim mörgu og skemmtilegu möguleikum sem felast útivist og töfrum náttúrunnar. Aukin heldur að byggja upp seiglu og jákvætt viðhorf gagnvart áskorunum og ævintýrum sem leynast við hvert fótmál þegar útivist er annarsvegar.

Unnið með útivist í breiðum skilningi, meðal verkefna: Útileikir, hjólreiðaferðir, útieldun, náttúruskoðun, fjallgöngur, rötun, listsköpun úr náttúrulegum efniviði og margt fleira.

Leiðbeinandi er Þórdís Kristvinsdóttir ásamt aðstoðarfólki.