Sumarfjör 2018 / Summer activites for children 2018

Hér verður bætt við upplýsingum um þær tómstundir sem í boði verða fyrir börn á Fljótsdalshéraði sumarið 2018. 
Athugið að listinn breytist hratt þar til í byrjun júní og er upplýsingum bætt inn um leið og þær berast. 

Here you can look throught the leisure activities available for children in Fljótsdalshérað during the summer of 2018.
Nota bene, the list will be changing until the start of June and information will be added as soon as it is available.

Sumarfjör 2018

 

Barna- og unglinganámskeið í BOGFIMI

Byrjum á fullu með sumarstarfsemina í bogfimi með upplýsinga/kynningartíma á íþróttavellinum að Eiðum föstudaginn 15. júní kl.16.

Kennd verða þrjú 2ja vikna námskeið 3 daga í viku: mánudag, miðvikudag og föstudag kl.16 til 17:30 á útisvæði okkar að Eiðum.

Námskeið 1: 18.-29. júní           Námskeið 2: 2.-13. júlí                    Námskeið 3: 16.-27.júlí

Verð 15.000 kr./námskeið.

Allur búnaður á staðnum.

Áhugasamir hafi samband gegnum Facebooksíðu “Bogfimi á Austurlandi” í síma 857-6689 eða á netfang hgustafs@simnet.is .

Verið velkomin og vonumst til að sjá sem flesta!

Bogfimiiðkendur á Héraði

Sumarskóli Hattar / Höttur summer project

Fyrir börn fædd 2008 - 2011 (1.-4. bekkur). 

Mánudaga – föstudaga kl 9:00 – 15:00

Frá 5. júní til 11. júlí!

Mæting við Hettuna á hverjum degi, nema annað sé tekið fram.

Verð 40.000 kr. – 270 kr. klst!

Umsjón með íþróttaskólanum hafa Ásgerður Hlín Þrastardóttir og Steinunn Steinþórsdóttir.

Skráning og nánari upplýsingar á hottur700@gmail.com fyrir 1. júní.

Sumarnámskeið fyrir hressa krakka / Nýung's summer course

Dagana 5.-22. júní verður börnum á aldrinum 10-12 ára boðið að taka þátt í spennandi sumarnámskeiði sem verður á vegum félagsmiðstöðvarinnar Nýungar. Námskeiðið fer fram í Nýung og víðar á milli kl. 09:00 og 12:00 virka daga. 

Aðaláherslur námskeiðsins eru að styrkja félagslega þætti, leiðtogahæfni og samvinnu einstaklinga í gegnum leiki, útivist og hreyfingu.

Tímabil 5.-15. júní, verð kr. 8.000

Tímabil 5.-22. júní, verð kr. 10.000

Stjórnendur námskeiðsins eru Árni Heiðar Pálsson, Reynir Hólm Gunnarsson og Þórdís Kristvinsdóttir. 

Skráning og allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Árna Heiðari Pálssyni í gegnum netfangið arnipals@egilsstadir.is og í síma 866-0263.

 Krakka CrossFit / Children's CrossFit

Krakka CrossFit fyrir 7-14 ára. Námskeiðið hefst 1. júní og stendur til 31. ágúst.

Verð 19.990 

Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 11:00-12:00

Skráning á www.cfaustur.com inni í „næstu námskeið.“

 

Barna CrossFit // Íþróttaskóli / Baby CrossFit 

Barna CrossFit fyrir eldri en tveggja ára. Námskeiðið hefst 1. júní og stendur til 31. ágúst.

Verð 12.990 

Mánudaga-föstudaga kl.16:30-17:30

Laugardaga og sunnudaga kl.10:00-11:00

Skráning á www.cfaustur.com inni í „næstu námskeið.“

 

Krakka júdó / Children's judo

Krakka CrossFit fyrir 7-14 ára. Námskeiðið hefst 1. júní og stendur til 31. ágúst.

Verð 19.990 

Mánudaga og miðvikudaga kl. 16:30-17:30

Skráning á www.cfaustur.com inni í „næstu námskeið.“

 

Sumarbúðirnar við Eiðavatn

Ógleymanleg sumardvöl í fögru umhverfi.

Flokkar verða eftirfarandi:

1.fl. 4. - 8. júní (7-10 ára)

2.fl. 11. - 15. júní (8 - 12 ára)

3.fl. 18. - 22. júní (11-14 ára) Ævintýraflokkur

 

Verð 36.000.- Systkinaafsláttur 10%

Skráning fer fram í gegnum netfangið sumarbudir@kirkjan.is

Hjólakraftur Austurlandi - UMF Þristur

Hjólreiðaæfingar fyrir unglinga 11 – 18 ára verða í sumar á mánudögum og miðvikudögum kl.17:00.

Allar æfingar hefjast og enda við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum.

 

Nánari upplýsingar á Facebook síðunni Hjólakraftur Austurland og á heimasíðu Þristar

Dansstúdíó Emelíu

Dansnámskeið fyrir börn og unglinga verða haldið 18.-30. júní í íþróttahúsinu í Fellabæ.
Námskeiðunum lýkur með lítilli danssýningu laugardaginn 30.júní kl.14.

Kennari á námskeiðunum er Emelía Antonsdóttir Crivello, meistaranemi í listkennslu.

Upplýsingar og skráningar: www.dansstudioemeliu.is 

Hópar:

Barnadansar 1 – Börn fædd 2015
Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 16.10-16.40
Verð: 5000kr.

Barnadansar 2 – Börn fædd 2014
Þriðjudagar og fimmtudagar kl.16.50-17.30.
Verð: 5500kr.

Barnadansar 3 – Börn fædd 2012-2013
Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar kl.16.10-17.00
Verð: 7500kr.

Jazzballet og nútímadans 1 – Börn fædd 2010-2011
Mánudagar og miðvikudagar kl.17.15-18.15 og laugardaga kl.11.00-12.00.
Verð: 9000kr.

Jazzballet og nútímadans 2 – Börn fædd 2007-2009
Mánudagar og miðvikudagar kl.18.30-19.30 og föstudagar kl.17.15-18.15.
Verð: 9000kr.

Jazzballet og nútímadans 3 – Unglingahópur fædd 2002-2007
Ath! Kennt í þéttri stundaskrá 25-30.júní (1 vika) vegna árekstrar við sumarbúðir.
Börn fædd 2007 hafa val um hóp 2 (hér f. ofan) eða 3 (þennan). 

Þriðjudagur, fimmtudagur og föstudagur kl.18.30-19.30 og laugardagur kl.10.
Verð: 7500kr.

50% systkinaafsláttur gildir þvert á alla hópa.

Námskeiðin eru styrkt af Fljótsdalshéraði og Uppbyggingarsjóði Austurlands