Upplýsingar vegna Covid-19

Hertar reglur í Íþróttamiðstöðinni

Starfsemi í sundlauginni og Héraðsþreki vegna hertra samkomutakmarkana í tengslum við Covid-19. Um síðustu helgi tóku gildi hertar aðgerðir innanlands vegna Covid-19 sem gert er ráð fyrir að standi til 13. ágúst.
Lesa

Starfsemi í söfnum og menningarmiðstöð vegna hertra samkomutakmarkana í tengslum við Covid-19

Vegna hertra samkomutakmarkana í tengslum við Covid-19 hefur fjöldi gesta í menningarmiðstöðinni og á söfnum sem Fljótsdalshérað á aðild að verið takmarkaður við 20 gesti að hámarki hverju sinni. Gestir eru beðnir um að virða 2ja metra regluna í hvívetna og sína aðgát á söfnunum.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 29.maí

Engin ný smit hafa komið upp á Austurlandi og enginn í einangrun. Svo sem kunnugt er hefur verkefnisstjórn um sýnatöku fyrir COVID-19 á landamærum skilað skýrslu sinni til heibrigðisráðherra og lokið störfum. Ljóst er samkvæmt skýrslunni að gert er ráð fyrir að sýni verði tekið af ferðamönnum er koma til landsins frá há áhættusvæðum. Það á því við meðal annars um hluta þeirra farþega sem koma með Norrænu til Seyðisfjarðar og með flugi á Egilsstaði.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 22.maí

Ekkert nýtt smit hefur greinst á Austurlandi og enginn er í einangrun. Aðgerðastjórn áréttar enn mikilvægi þess að hvert og eitt okkar sýni ábyrgð á eigin smitvörnum nú þegar sóttvarnalæknir hefur slakað á öðrum ráðstöfunum.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 19.maí

Enginn hefur greinst smitaður á Austurlandi frá 9. apríl og því enginn í einangrun.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 15.maí

Þrír eru nú í sóttkví á Austurlandi. Engin þekkt smit og því enginn í einangrun.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 12.maí

Tveir eru enn í sóttkví á Austurlandi. Enginn er í einangrun. Minnt er á að samkvæmt gildandi fyrirmælum fara allir ferðamenn er koma til landsins, hvort heldur íslenskir eða erlendir, í fjórtán daga sóttkví við komu til landsins.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 5.maí

Tveir eru nú í sóttkví á Austurlandi. Enginn í einangrun. Daglegum tilkynningum aðgerðastjórnar verður nú hætt en þær sendar út tvisvar í viku á þriðjudögum og föstudögum.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 4.maí

Þrír eru í sóttkví á Austurlandi vegna COVID-19. Enginn er í einangrun. Aðgerðastjórn hvetur íbúa til að hafa varann á sem fyrr og fylgja öllum þeim leiðbeiningum sem enn eru til staðar. Bent er á að hjarðónæmi er ekki fyrir hendi og við því jafn útsett fyrir smiti og í upphafi faraldursins.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 3.maí

Þrír eru nú í sóttkví á Austurlandi. Enginn er í einangrun. Minnt er á breytingar á morgun 4.maí.
Lesa