Brunavarnir

Brunavarnir á Austurlandi er sameiginlegt rekstrarfélag sex sveitarfélaga: Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps, Vopnafjarðarhrepps, Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps og Seyðisfjarðar.
Yfirstjórn er skipuð einum fulltrúa frá hverju sveitarfélagi og sitja sveitar- og bæjarstjórar sem fulltrúar í stjórn.
Á Fljótsdalshéraði er slökkvistöð staðsett á Egilsstaðaflugvelli.  Þar hefur slökkviliðsstjóri Brunavarna á Austurlandi aðstöðu.  Á Fljótsdalshéraði eru 10 slökkviliðsmenn og eru jafnan 5 á bakvakt hverju sinni.

Hægt er að hafa samband í síma 471 2821 eða 861 2164. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið brunav@simnet.is

Neyðarnúmer er 112

Síðast uppfært 16. maí 2016